[Kerfistilkynning] Tilkynning frá LS og betrumbætur á hluta af örbylgjukerfi

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Tue Jan 6 15:12:45 GMT 2004


Sælir notendur.

Breytingar sem miðast að því að bæta samband verða gerðar á 
örbylgjusambandi á Hólmavík og Drangsnesi á morgun miðvikudag
og fimmtudag og má því búast við truflunum á sambandi vegna
þess.

Hér fyrir neðan fylgir svo tilkynning frá LS.


----
Sæl

Stefnt er að því að uppfæra IPnet-búnað á Ísafirði aðfaranótt
Fimmtudags (8.jan). kl 05:00
Einnig verður ATM Búnaður uppfærður og endurræstur á þessum
tíma.  Áhrif þessarar breytinga verður niðritími milli
05:00 - 06:00 auk einhverra truflana fram til kl. 7.00

Nánar:
Kúnnar í IPneti Símans eins og Snerpa, Vegagerðin, RSK,
Landsbankinn og aðrir IPnets kúnnar á staðnum verða varir við
truflanir.  Viðskiptavinir með ATM,  Frame Relay, X..25 og X.28
sambönd sem tengjast inn á Ísafjörð  auk ADSL og ADSL+
viðskiptavina á Ísafirði og Bolungavík munu verða varir við
truflanir á tímabilinu 5.00-7.00
----



-- 
Ísak Ben.
Kerfisstjóri
http://www.snerpa.is





More information about the Kerfi mailing list