[Kerfistilkynning] Truflun á útlandasambandi.

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Tue Apr 10 10:27:39 GMT 2007


Tilkynning frá Símanum.


"Cantat sæstrengurinn slitnaði milli Íslands og Kanada í lok desember  
2006. Strengurinn hefur frá þeim tíma verið óvirkur milli Íslands og  
Ameríku en virkur milli Íslands og Evrópu og hafa sambönd til Ameríku  
verið send gegnum Evrópu. Viðgerðarskip er komið á bilunarstað og  
undirbúningur að viðgerð er hafinn. Vegna þessarar vinnu hafa þeir  
sem ráða yfir strengnum ákveðið að rjúfa allan straum af strengnum  
klukkan 14 í dag i c.a. líka til Evrópu í um klukkutíma. Við þetta  
minnkar afkastageta internetsambanda og má búast við að hægist á þeim  
á meðan. Þau sambönd sem eru á Cantat og hafa ekki varaleið rofna á  
meðan. Þetta á ekki að hafa áhrif á talsímasambönd Símans til útlanda.

Fra: 10.04.2007 kl: 14:00:00
Til: 10.04.2007 kl: 15:00:00

Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.
Starfsfólk Símans."

--
Hjörtur Arnþórsson
Kerfisstjóri - Snerpa Ehf
hjortur at snerpa.is - 520-4000


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.snerpa.is/pipermail/kerfi/attachments/20070410/bbd61f67/attachment-0001.html 


More information about the Kerfi mailing list