[Kerfistilkynning] [Fwd: Cantat sæstrengurinn verður sambandslaus í um 10 daga frá laugardeginum 13. janúar vegna viðgerða.]

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Fri Jan 12 13:37:40 GMT 2007


Tilkynning frá Símanum:

Afleiðingar af neðangreindu ætti að verða hverfandi eða engar
fyrir notendur Snerpu en möguleiki er þó á að við flutning umferðar
geti orðið tímabundin truflun.


--------------------------- Upprunalegt Skeyti ---------------------------
 Titill:     Cantat sæstrengurinn verður sambandslaus í um 10 daga frá
laugardeginum 13. janúar vegna viðgerða.
Dagsetning: fös, janúar 12, 2007 1:34 pm
--------------------------------------------------------------------------

Eins og fram hefur komið er bilun í Cantat sæstrengnum milli Íslands og
Kanada. Viðgerðarskip er á leið á bilunarstað og er áætlað að viðgerð geti
hafist um helgina. Fyrirmæli hafa verið gefin til allra Cantat
sæsímastöðva að slökkva á aflfæðingu strengsins klukkan 14:00 á laugardag
13. janúar. Frá og með þeim tíma og þar til viðgerð og prófunum á
strengnum er lokið verða öll sambönd á strengnum sambandslaus. Áætlaður
rof tími er um 10 dagar, miðað er við 22. janúar. Síminn gerir ráð fyrir
að talsímaumferð og netumferð fyrirtækisins til og frá landinu gangi
eðlilega fyrir sig. Rétt er að benda á að símaumferð frá útlöndum til
Íslands getur truflast það veltur á viðkomandi símafyrirtæki hverju sinni
hvernig það afgreiðir símaumferð til Íslands

Fra: 12.01.2007 kl: 14:00:00  um oakvedinn tima

Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.
Starfsfólk Símans






More information about the Kerfi mailing list