[Kerfistilkynning] Truflanir á netsambandi í nótt

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Mon Oct 1 10:40:06 GMT 2007


Vegna stækkunar á netsambandi milli Vestfjarða og Reykjavíkur, þar sem
einnig verður stækkað netsamband Snerpu verður rof á netsambandinu
um skamman tíma í nótt, þ.e. aðfararnótt þriðjudags, á tímabilinu kl.  
01-05

Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi verður rofið en líklegt má  
telja að
það verði einungis nokkrar minútur.

Fyrir viku voru ljósleiðarasambönd Mílu stækkuð úr 4x 155 Mbps í 4x  
2500 Mbps

Þetta gefur kost á stækkun gagnasambanda sem verða stækkuð úr 2x 155  
Mbps
í 1x 622 Mbps en einnig er 1x 155 Mbps samband keyrt í gegnum  
Ísafjarðardjúp.

Gagnasambönd til Vestfjarða verða því eftir þessar breytingar 817  
Mbps, þar af
mun Snerpa hafa aðgang að 2 x 100 Mbps samböndum, einu til útlandagáttar
Símans og öðru til RIX skiptistöðvarinnar og Vodafone.









More information about the Kerfi mailing list