[Kerfistilkynning] Sambandstruflanir í dag.

support@snerpa.is support@snerpa.is
Wed, 22 Oct 2008 15:47:09 +0000


Bilun varð í varaaflgjafa sem tengdur er við hluta netbúnaðar Snerpu í  
dag kl. 15:10

Af þeim orsökum fór samband af öllum ADSL-notendum Snerpu og hluta  
fyrirtækjatenginga
og einnig hluta af örbylgjunotendum.

Fyrstu tengingar voru komnar inn aftur kl. 15:16 og flestar  
fyrirtækjatengingar kl. 15:18
ADSL-tengingar og hluti örbylgjutenginga tók hinsvegar lengur að koma  
á aftur en
síðustu tengingarnar voru komar aftur inn kl. 15:30

Rofið varði því í um 20 mínútur hjá þeim sem fyrir mestum áhrifum urðu.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa  
valdið.

Nú standa yfir breytingar á rafkerfi í vélasal Snerpu vegna tengingar  
á nýrri ljósavél
og af þeim sökum þarf að aftengja varakerfi um stundarsakir og átti  
þetta m.a. þátt
í því að samböndin fóru niður þar sem varabúnaður var óvirkur um  
stundarsakir.
Í dag um kl. 17 verða framkvæmdar frekari lagfæringar til að ljúka  
viðgerð og er því
ekki loku fyrir það skotið að sambandstruflanir gætu orðið í 10-15  
mínútur hjá hluta
notenda á meðan.