[Kerfistilkynning] Snerpa og Lína.Net tengjast beint

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Wed Nov 12 14:44:42 GMT 2003


Snerpa ehf hefur nú gengið frá beintengingu (peering) við Línu.net
um RIX netskiptistöðina. Þar með er Snerpa komin með beintengingu
við allar sjálfstæðar Internetveitur (e. autonomous systems) á
Íslandi. Beintenging þýðir að milliliðalaust samband er sett upp
þannig að komi upp truflanir í samskiptum við eina netveitu, að þá
eru áhrif þeirra einungis bundin við viðkomandi netveitu en sé ekki
um beintengingu að ræða þá er tengingu beint um aðrar netveitur og 
truflanir í slíkum tilfellum verða þá umfangsmeiri. Netveitur hér
á landi nota allar að einhverju leyti óbeinar tengingar sín á milli
en Snerpa er fyrsta netveitan hérlendis sem kemur á beintengingu
við allar sjálfstæðar netveitur.

Tilgangurinn með beintengingu er að dreifa álagi betur, auka
rekstraröryggi og auka gæði netsambanda. Í rekstri stórra netkerfa
koma ávallt upp aðstæður þar sem þarf að rekja orsakir truflana og
með því að setja upp beintengingar er umfang slíkra truflana
lágmarkað og bilanagreining einfölduð. Einnig flæðir umferð beint
á milli kerfa í stað þess að fara um netkerfi þriðja aðila og lækkar
það jafnframt umferðartíma og bætir nýtingu netsambanda.

Um beintenginguna við Línu.Net er einnig með skömmum fyrirvara hægt
að tengjast til útlanda um útlandasamband Línu.Nets.

Með kveðju,
kerfisstjórar Snerpu ehf.





More information about the Kerfi mailing list