[Kerfistilkynning] Viðbót: Rof á samböndum föstudagsmorgun

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Thu Feb 8 14:28:36 GMT 2007


Smáleiðrétting, þetta á að vera föstudagur 9. febrúar.

Við vorum einnig fullfljót á okkur varðandi breytingu í ADSL-kerfum.
Það verður einungis lítill hluti notenda sem verður fluttur
á nýja tengingu fyrir helgi þar sem starfsmenn Símans þurfa meiri
tíma til að undirbúa þær breytingar sem þarf að gera á milli símstöðva
áður en hægt verður að ljúka þeim. Reiknað er með að minni
staðir á Vestfjörðum verði fluttir fyrst og Ísafjörður væntanlega
í næstu viku.

--------------------------------------------------------------------------

Rof verður á samböndum vegna breytinga í
netkerfi Snerpu föstudagsmorguninn 8. febrúar
á tímabilinu kl. 7:00 til 7:30 - Búast má við að
rofið standi í um 5-10 mínútur. Rofið hefur áhrif
á alla notendur sem tengjast Snerpu.

ADSL-notendur sem tengjast Snerpu gætu þurft að
endurræsa búnað sinn að þessum breytingum loknum.

Einnig er reikað með að á föstudag verði hluti ADSL-notenda
fluttir á milli búnaðar í kerfum Símans, þannig að notendur
á Vestfjörðum munu nú tengjast Snerpu beint en til þessa
hafa sambönd allra ADSL-notenda haft viðkomu fyrst í Múlastöð.
Þetta ætti að hafa þau áhrif að afköst batni hjá þeim notendum
sem hafa átt í vanda með þau.






More information about the Kerfi mailing list