[Kerfistilkynning] Breytingar á ADSL á Vestfjörðum

kerfi-admin at lists.snerpa.is kerfi-admin at lists.snerpa.is
Mon Feb 12 14:11:56 GMT 2007


Á morgun þriðjudag verða gerðar breytingar hjá Símanum
vegna ADSL-notanda á Ísafirði þannig að umferð frá notendum
Snerpu á Ísafirði mun fara beint inn til Snerpu í stað þess
að fara í Múlastöð fyrst. Við þetta munu allir ADSL-notendur
á Ísafirði detta í skamma stund. Fljótlega verður síðan gerð
sams konar breyting á öðrum símstöðvum á Vestfjörðum.

Við þessa breytingu má búast við að álag á aðalsambönd
(bakbein) Símans muni minnka eitthvað og hraði hjá þeim sem
hafa fengið léleg afköst muni lagast. Enn er þó eftir að stækka
ljósleiðarasambönd milli landshluta þannig að þeir flöskuhálsar
sem losna gætu orið til á nýjum stöðum sem verður þá
tekið á í framhaldinu.

!!! Ath. að notendur gætu þurft að endurræsa búnað sinn við þessa
breytingu. !!!





More information about the Kerfi mailing list